Færsluflokkur: Ferðalög
20.6.2008 | 15:39
Sýrland: Aleppo - Hama
Þegar þetta er skrifað erum við stödd í Damascus, höfuðborg Sýrlands. Höfum eytt síðustu dögum með hópnum okkar víða í Sýrlandi.
Dagar 9 - 15: Fyrsti áfangastaður í Sýrlandi var Aleppo, elsta samfellda borgarbyggð í heiminum. Okkur leist varla á blikuna þegar við gengum kringum hótelið okkar í Aleppo. Þúsundir manna á gangi, hundruð bíla á fleygiferð sem nota flautuna óspart. Allir horfa á okkur eins og eins og þeir hafi aldrei séð ljóshært fólk áður. Það kom fljótt í ljós að Sýrland er allt öðruvísi en Tyrkland. Hérna er ómögulegt að finna stórmarkaði og erfitt að finna netkaffihús. Karlar eru í miklum meirihluta af vegfarendum og flestir klæðast síðum lokuðum sloppum með svona olíufurstaklút á höfðinu. Það að vera úti í stuttbuxum er eins og að fara út á nærbuxunum og hafa gleymt buxunum heima þ.e.a.s. niðurlægjandi. Konurnar eru nær undantekningalaust með slæður og algengast er að aðeins glitti í augu milli dökkra klæðanna. Allt letur er arabískt þ.e. ekki möguleiki fyrir okkur skandínavana að lesa.
Fyrsta daginn í Aleppo notuðum við til að skoða bæinn örlítið og hlaða batteríin eftir langa rútutörn sem tók samtals 24 klst. Við hittum hópinn okkar sem samanstendur af hressu enskumælandi liði (Ástralar, Bretar og einn Kani). Fyrirtækið er Imaginative Traveller. Við fórum í gönguferð um Aleppo og skoðuðum helstu kennileiti þ.á.m. stóran og mikinn kastala sem stendur uppi á hæð í miðborginni. Ég ætla ekki að vera með sögufyrirlestra á þessari bloggsíðu en vil nefna að það er merkilegt að hérna er talað um hluti sem eru frá nokkrum árþúsundum fyrir krist m.v. t.d. Forn-Grikkland þar sem talað er um nokkrar aldir fyrir krist. Við vorum þegar búin að minnast á "Krabbann með gylltu klærnar". Gamli bærinn er mjög frumstæður þéttbyggðum húsum með "boginn" arkítektúr þ.e. bogar alls staðar :-)
Innskot: Síðan við komum höfum við tekið eftir einu: Sýrland er allt eins á litinn. Sandurinn: drapplitaður, húsin: drapplituð, fornminjar: drapplitaðar, fólkið: jebb, drapplitað líka. Ef maður vill sjá einhverja aðra liti þarf maður helst að fara í ísbúð (Þórhildur hefur fundið nokkrar slíkar).
Daginn eftir fórum við til "Krak des Chevalliers", algjöran fantasíukastala. Hann var byggður af krossförunum og er svona alveg eins og alvöru kastalar eiga að vera, með hengibrú, síki, turnum, og... hinu eina sanna hringborði (knights of the round table).
Við fórum þarnæst í rútu til borgarinnar Hama sem þekkt er fyrir stór vatnshljól (sjá myndir) og blóðugar niðurbarning stjórnarinnar 1982. Leiðsögumaðurinn minntist ekkert á það.
Ástæðan fyrir því að engar nýjar myndir eru komnar inná feisbúkkið er sú að internetið er ritskoðað hér í landi og facebook, skype og MSN greinilega eitthvað sem gæti veikt stöðu forsetans. Myndir koma um leið og við komumst til hinnar frjálslyndu Jórdaníu.
Ferðalög | Breytt 22.6.2008 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 19:41
Syrland - Aleppo
Hefur einhver sed eda lesid AEvintyri Tinna: "Krabbinn med gylltur klaernar" ??? Herna i Aleppo lidur mer eins og tegar Tinni var ad elta vonda kallinn i MidAusturlondum. Mjog throngar gotur og margar hurdir. Lika mjog Alladin-legt allt saman.
Skiljum ekki neitt a neinum skiltum. Allt skrifad med arabisku letri. Horft a okkur eins og vid vaerum sidustu geirfuglarnir. Torhildur aetti nattla bara ad hylja sig fra toppi til taar eins og ber ad gera. Helvitis vestreana glydra!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2008 | 15:15
Komin að landamærunum
jæja, langt síðan við hentum inn færslu síðast. Við erum núna búin að sitja í rútu í 16 klst. Það var bara einum of yndislegt við Miðjarðarhafið að við frestuðum því endalaust að þoka okkur í átt til Sýrlands. En nú erum við loksins komin að landamærunum og sitjum á internet-kaffi í bæ sem heitir Antyaka. Hér kemur stutt lýsing á atburður síðastliðinna daga:
Eftir Istanbul fórum við beint til Efesus til að skoða rústir þessarar fornu borgar. Efesus er eins og Geysir Íslands. Ef einhver Tyrkneskur túristastaður dregur að sér fullar rútur af japönskum ferðamönnum með flottar Nikon myndavélar, þá er það Efesus. Rústirnar eru mjög vel varðveittar og tilkomumiklar en ég ætla ekki að vera að taka sögufyrirlesturinn á þetta.
Það var virkilega heitt þennan dag og við mjökuðumst dösuð gegnum rústirnar. Við náðum rútu seinna um daginn til Fethiye niðri við Miðjarðarhafið.
Innskot: Almenningssamgöngur í Tyrklandi eru alveg meiri háttar. Maður labbar inn á rútustöð og byrjar á að virða fyrir sér hundruð sölubása mismunandi rútufyrirtækja. Þegar sölumennirnir taka eftir þér æpa þeir hvern áfangastaðinn á fætur öðrum þangað til þú sýnir viðbragð. "Izmir? Istanbul? Ankara? Fethiye? Antalya? No? Where you go my friend?" Þannig er maður kominn af stað í rútu á notime.
Við vöknuðum á hosteli í í Fethiye og tókum dolmus upp í smábæ í grenndinni. Ætlunin var að ganga hluta af "Lycian Way" sem teygir sig 500 km eftir strönd Miðjarðarhafsins (þar er einfaldlega miklu skemmtilegra að kúpla sig út úr mesta túrismanum). Við gengum nokkrar klst niður að ströndinni Kabak þar sem við fundum mikla hippakommúnu þar sem fólk gisti í trjákofum og stundaði jóga. Við syntum þar aðeins í sjónum og héldum svo áfram að ganga þrátt fyrir að Þórhildur hafi snúið á sér ökklann á miðri leið. Skordýr settu svip sinn á alla gönguferðina. Það var vel þolandi en þau létu vita af tilvist sinni með allskyns óhljóðum. Engisprettur hoppuðu til og frá eftir göngustígnum, köngulóavefir slitnuðu er við gengum á þá og flugur af öllum stærðum og gerðum suðuðu í kringum okkur. Svitinn sem lak af okkur laðaði einnig til sín góða gesti. Gangan sem slík var hins vegar frábær og útsýnið yfir flóanna geggjað.
Við höfum gist síðastliðnar tvær nætur í George House sem er gistiheimili í litlu sveitaþorpi, Faralya. Faralya situr hátt uppi í skógi vaxinni fjallshlíð yfir Butterfly Valley sem afmarkast af risaklettum til beggja handa. Hérna er yndislega friðsælt og gott að vera. Fólkið hérna framleiðir allan matinn (lífrænt ræktaðan) á staðnum og er boðið upp á ótakmarkað magn af þessu góðgæti (aðeins 25 lýrur fyrir morgunmat, kvöldmat og gistingu í trjákofa.... ca 1800 kjall). Hér höfum við kynnst skemmtilegu fólki hérna sem flest eru fastagestir. Sumir eru virkilega víðförlir og gáfu okkur góð ráð fyrir komandi ferð til Sýrlands, Jórdaníu og Egyptalands.
Við erum eins og áður sagði komin að landamærum Tyrklands og Sýrlands og hyggjumst fara inn í Arabaveldið í kvöld. Settum rjómann af myndunum inn á Facebookið hans Kára. Við erum ekki komin með heimþrá enn.
Til hamingju allir þeir hnokkar og hnátur sem voruð að útskrifast. Til hamingju með afmælið amma Ásta og mamma Ólína. Vid erum i algjoru krummaskudı tannıg ad vıd hrıngjum ekkı nuna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 16:29
Istanbul
Dagur 6: Istanbul er idandi borg. Her er haegt ad staldra vid i manud an thess ad sja allt sem vert er ad sja (uff Burgess, vid slepptum of miklu). Eg fann fyrir sama anda yfir borginni og fyrir fjorum arum thegar eg endadi InterRail ferdina mina (Kari). Borgin er haedott og goturnar throngar. Kettir ut um allt. Hefdi eg byrjad a thvi ad telja alla ketti sem eg hef sed i Istanbul vaeri eg kominn i einhverjar thusundir. Thorhildur tarf ad stoppa og tala vid hvern einasta. Vid byrjudum daginn a thvi ad lita inn i blau moskuna eda Sultan Hamed Mosque sem litur ut eins og skinandi Disney holl i solarljosinu. Thvinaest attum vid stefnumot vid Kazim, raedismann Islands i Istanbul. Hann kom advifandi i graum jaguar og atti ekki i erfidleikum med ad koma auga a tvo ljoshaerda Islendinga medal folksins a Taksim Square. Vid fengum tyrknestkt te med Kazim og hann let okkur hafa tha pappira sem vonandi gatu gefid okkur vegabrefsaritun til Syrlands. Hann sagdi okkur einnig fra vafasomum vidskiptaadgerdum Sophiu Hansen og ruddaskap Halim Al (eitthvad sem DV myndi borga vel fyrir). Um kvoldid horfdum vid a Tyrkland-Portugal og drukkum te med Tyrkjunum (te (chay) er vinsaella en bjor).
Dagur 7: Turistadagur. Vid hofdum nu gengid vitt og breitt um Istanbul an thess ad skoda helstu kennileitin t.a. vid tokum godan turistapakka. Fyrst litum vid i Topkapi, holl soldana til 19. aldar. Iburdamikill austraenn bragur einkenndi geysistort svaedi soldansins, thjona hans og kvennaburs. Naest skodudum vid Basilika Cistern, myrka nedanjardarhvelfingu sem haldid er upp af 336 skreyttum sulum. Eg hugsadi audvitad um leid,.... Mines of Moria. Vorum sidan ekki viss um hvort radlegt vaeri ad blaeda mordfjar inni storvirkid Aya Sofya. Vid sloum til og saum ekki eftir thvi. Virkilega mognud bygging sem upphaflega var byggd sem kirkja a 6. old en sidan breytt i Mosku. Gaman ad sja mosaik af Mariu Mey vid hlidina a arabisku letri (Allah eitthvad...). Um kvoldid skelltum vid okkur i almennilegt tyrkneskt bad. Tad kom skrytinn svipur a Tyrkjann sem skrubbadi mig thegar skiturinn lak af mer i kekkjum. Sauna, nudd, skrubb, te, allt eins og tad a ad vera.
Dagur 8: Loksins! Vid erum komin med vegabrefsaritun til Syrlands. Tad thydir a) ferdin okkar mun EKKI enda i Sudur Tyrklandi, b) vid getum yfirgefid Istanbul. Thratt fyrir ad vera storkostleg borg, tha gengur hun a orkubirgdirnar. Fjoldi folks og umferdin ein gerir tad ad verkum ad vid myndum ekki vilja bua herna. Restinni af deginum eytt i ad undirbua forina i kvold. AEtlunin er ad taka naeturrutu aftur nidur til Izmir og komast til Selchuk tar sem vid aetlum ad gera adra tilraun til ad skoda Efesus. Sidan eitthvaert nidur ad Midjardarhafi i fjallgongu.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2008 | 13:56
Siglingar og Istanbul
Dagur 3: Vid byrjuðum daginn á smá viðgerð á bakpokanum mínum (Kára) sem hefur farið gegnum margt á sínum æviferli. Fjellraven er algjört stál. Náðum rútu frá Marmaris upp til Gökova flóa. Tyrknesk kona sýndi hversu almennileg þjóðin er með því að leiðrétta "óréttláta" rukkun á rútufarinu. Hún þurfti líka að æpa á rútubílstjórann til að hleypa okkur út á réttum stað. Við gengum niður til hafnarinnar í bænum Akyaka þar sem skipstjóri skemmtiferðarbáts kallaði til okkar þegar báturinn var kominn hálfa leiðana út úr höfninni. Okkur var skutlað af litlum mótorbát upp til Alexar skipstjóra ásamt fríðum saumaklúbbi miðaldra tyrkneskra kvenna.
Tyrknesk tónlist glumdi uppi á þilfari þar sem Þórhildur lærði nokkur dansspor heimamanna. Kastað var akkeri við litla fámenna strönd. Við sömdum við skipstjórann um að hoppa út á ströndinni og keyptum af honum dagsbirgðir af mat. Kári fékk lánaða vindsæng af tyrknesku pari á ströndinni til þess að koma bakpokunum okkar í land. Planið var að gista á ströndinni undir berum himni. Eftir góðan sundsprett og smá gullfiskaskoðun í kristaltærum sjónum ákvað betri helmingur föruneytisins að pöddur svæðisins myndi ógna friði hennar á annars fullkomnlega friðsamri stönd. Við fengum því far á palli traktors að lítilli bryggju þar sem nokkrir skemmti- og fiskibátar lágu í lygnum sjó Gökova flóa. Á bryggjunni blönduðum við geði við mjög áhugasama heimamenn og fengum að gista uppi á þilfari eins skemmtiferðabátsins ("The Jolly Sailor"). Þilfarið var alsett sólbekkjum og eyddum við kvöldinu undir stjörnubjörtum himninum.
Dagur 4: Gjallarhorn mosku í fjarska vakti okkur með bænakalli. Kári (sem má teljast óvarkárari) var doppótur af moskítóbitum eftir nóttina. Við sömdum við fyrsta bátinn sem lagði úr höfn um far til eyju Kleópötru. Sagan segir að Markús Antóníus keisari hafi farið með Kleópötru til eyjarinnar og haft meðferðis býsn af hvítum sandi frá Afríku. Eyjan er talin hafa verið ferðamannastaður fornaldar og er þar að finna ýmsar rústir þ.á m. hringleikahúss. Við könnuðum eynna og veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að komast heim þar sem við áttum enga peninga eftir. Hoppuðum upp á skemmtibát fullan af rússneskum túristum og borguðum þegar komið var til lands. Siglingin var löng og margsinnis stoppað til að synda í sjónum. Við náðum rútu til Mugla þar sem áætlunin var að ná rútu til Efesus (efes) og skoða þar fornar rústir. Þegar við komum til Izmir (3ja stærsta borg Tyklands) var enga rútu að fá til Efesus svo við ákváðum að sveigja planið í U-beygju og tókum næturrútu til Istanbul.
Dagur 5: 10 tíma rútuferð helvítis. Ekki möguleiki að festa svefn í troðfullri rútunni. Ekkert klósett um borð en rútuþjónninn var duglegur við að bjóða öllum vatn og te. Hann hló þegar Þórhildur spurði hvort það væri klósett um borð. Kári kynntist tyrkneskum enskukennara sem kunni afskaplega takmarkaða ensku. Hann vildi endilega að ég (Kári) tæki upp islam og "konan" mín líka. Hann las fyrir mig upp úr kóraninum á arabísku og sagðist vera að fara í eins dags ferð til Istanbul til að skoða moskur og biðja. Tvisvar sinnum 10 tíma rútuferð fyrir hann!
Þegar til Istanbul var komið kl 10 um morguninn fundum við okkur hostel, sem var spölkorn frá hostelinu sem ég og Burgess gistum á fyrir fjórum árum. Við hreinsuðum af okkur uppsafnaðann skít og komumst í langþráða sturtu. Við vorum komin til Istanbul í erindagjörðum. Við þurfum að redda okkur vegabréfsáritun til Sýrlands. Sýrlenska konsúlatið í Istanbul vildi ekkert með okkur hafa og vísuðu okkur til Ankara þar sem íslenskt sendiráð átti að vera (þetta reyndist bull). Við höfðum samband við íslenska ræðismanninn í Istanbúl, Kazim Munir, sem gerði grín að bjúrókratíunni og sagðist ætla að redda okkur á svipstundu. Gallinn við allt þetta var að það var föstudagur og við þurfum að bíða fram á mánudag til að leggja inn umsókn um vegabréfsáritun. Það vill segja að við verðum í Istanbul a.m.k. fram á mánudag. Við sofnuðum kl 17 um daginn og vöknuðum ekki aftur fyrr en kl 9 næsta morgun (já! 16 tíma svefn).
Biðjum að heilsa öllum heima. Agnar, Gunni, Freyr og Siggi: Til hamigju með afmælin!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 19:58
Marmaris
Her hofum vid dvalid a botni vestraennar menningar i einn dag. Thratt fyrir sol, sumar, sjo og sand er einn dagur her feykinog. Vid tokum eftir thvi i leiguflugi Plusferda ad vid fellum hvorki i hop a) eldri en 55 eda hop b) barnafolk. Tad er mjog notarlegt her en hefdum vid komid med bundid fyrir augun vaeri erfitt ad segja til um hvort vid vaerum a Spani eda Tyrklandi nema e.t.v. fyrir mjog djupsteiktar hargreidslur yngri karlmanna. En virkilega gott djamm herna. Teir mega eiga tad.
A morgun er planid ad fara i siglingu um Gokova floann og synda i sjonum. Veit ekki hvar vid verdum naestu nott..... amk ekki a Marmaris *perlu*host* Midjardarhafsins.
Kari og Thorhildur albinoar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2008 | 19:40
Allt að byrja
jæja. Búið að pakka og við fljúgum úr til Tyrklands á morgun. Verðum aftur á klakanum 25. júlí!
Fyrsta færslan kemur vonandi snemma!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)