Sýrland: Aleppo - Hama

Þegar þetta er skrifað erum við stödd í Damascus, höfuðborg Sýrlands. Höfum eytt síðustu dögum með hópnum okkar víða í Sýrlandi.

Dagar 9 - 15: Fyrsti áfangastaður í Sýrlandi var Aleppo, elsta samfellda borgarbyggð í heiminum.P6160498 Okkur leist varla á blikuna þegar við gengum kringum hótelið okkar í Aleppo. Þúsundir manna á gangi, hundruð bíla á fleygiferð sem nota flautuna óspart. Allir horfa á okkur eins og eins og þeir hafi aldrei séð ljóshært fólk áður. Það kom fljótt í ljós að Sýrland er allt öðruvísi en Tyrkland. Hérna er ómögulegt að finna stórmarkaði og erfitt að finna netkaffihús. Karlar eru í miklum meirihluta af vegfarendum og flestir klæðast síðum lokuðum sloppum með svona olíufurstaklút á höfðinu. Það að vera úti í stuttbuxum er eins og að fara út á nærbuxunum og hafa gleymt buxunum heima þ.e.a.s. niðurlægjandi. Konurnar eru nær undantekningalaust með slæður og algengast er að aðeins glitti í augu milli dökkra klæðanna. Allt letur er arabískt þ.e. ekki möguleiki fyrir okkur skandínavana að lesa.

Fyrsta daginn í Aleppo notuðum við til að skoða bæinn örlítið og hlaða batteríin eftir langa rútutörn sem tók samtals 24 klst. Við hittum hópinn okkar sem samanstendur af hressu enskumælandi liði (Ástralar, Bretar og einn Kani). Fyrirtækið er Imaginative Traveller. Við fórum í gönguferð um Aleppo og skoðuðum helstu kennileiti þ.á.m. stóran og mikinn kastala sem stendur uppi á hæð í miðborginni. Ég ætla ekki að vera með sögufyrirlestra á þessari bloggsíðu en vil nefna að það er merkilegt að hérna er talað um hluti sem eru frá nokkrum árþúsundum fyrir krist m.v. t.d. Forn-Grikkland þar sem talað er um nokkrar aldir fyrir krist. Við vorum þegar búin að minnast á "Krabbann með gylltu klærnar". Gamli bærinn er mjög frumstæður þéttbyggðum húsum með "boginn" arkítektúr þ.e. bogar alls staðar :-)

Innskot: Síðan við komum höfum við tekið eftir einu: Sýrland er allt eins á litinn. Sandurinn: drapplitaður, húsin: drapplituð, fornminjar: drapplitaðar, fólkið: jebb, drapplitað líka. Ef maður vill sjá einhverja aðra liti þarf maður helst að fara í ísbúð (Þórhildur hefur fundið nokkrar slíkar).

Daginn eftir fórum við til "Krak des Chevalliers", algjöran fantasíukastala. Hann var byggður af krossförunum og er svona alveg eins og alvöru kastalar eiga að vera, með hengibrú, síki, turnum, og... hinu eina sanna hringborði (knights of the round table).

Við fórum þarnæst í rútu til borgarinnar Hama sem þekkt er fyrir stór vatnshljól (sjá myndir) og blóðugar niðurbarning stjórnarinnar 1982. Leiðsögumaðurinn minntist ekkert á það.

Ástæðan fyrir því að engar nýjar myndir eru komnar inná feisbúkkið er sú að internetið er ritskoðað hér í landi og facebook, skype og MSN greinilega eitthvað sem gæti veikt stöðu forsetans. Myndir koma um leið og við komumst til hinnar frjálslyndu Jórdaníu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband