Færsluflokkur: Ferðalög

Komin heim!

Erum komin á klakann og komin yfir litla menningarsjokkið sem því fylgdi. Myndirnar frá REISUNNI eru komnar á facebook-ið.

Við flytjum síðan til Bandaríkjanna um miðjan ágúst. Kveðjupartý auglýst síðar. 


Berlín og Barack Obama

Við erum búin að vera í Berlín í heila fimm daga og notið gestrisni vina okkar sem heimsóttu okkur til Íslands fyrir nokkrum árum. Fljúgum heim á klakann í kvöld. En fyrst......

....förum við niður í miðborg Berlínar til að hlýða á Barack Obama ásamt væntanlega 100.000 borgarbúum. Very nice. cr_senategov_barack_obama.jpg


Fyrsta flokks köfun

15.-16. júlí: Hippanýlendan Dahab, sem er í óða önn að breytast í dæmigerðan sólstrandarbæ fyrir túrista hefur haldið okkur föngum í meira en tíu daga. Við vorum rétt að verða komin með advanced köfunarleyfi þegar við ákváðum að grípa tækifærið og fara bátsferð á lítilli snekkju til tveggja af köfunarperlum Rauðahafsins. Við vorum látin skrifa undir samning um áhættuþætti köfunarinnar. Þegar við keyrðum með rútu til hafnarinnar í Sharm-El-Sheik áttuðum við okkur á að það vantaði eitt ákvæði í þennan samning:

"I, _____________, understand that I will be going to Sharm-El-Sheik at 180 km/hr in a bus that does not have seatbelts." 

Gott að við komumst lifanditil hafnarinnar! Morguninn eftir vöknuðum við úti á hafi og fórum yfirimg_0851.jpg áætlun köfunarinnar með hópnum okkar sem samanstóð af fólki af ýmsum þjóðernum. Fyrsta köfunin niður að flaki breska herskipsins SS Thistelgorm var ótrúleg upplifun. Skipið liggur á botninum á 30 metra dýpi í tveimur hlutum (líkt og Titinic). Skriðdrekar, trukkar, og fjöldi mótorhjóla lá eins og hráviður kringum flakið sem sat einmannalegt á botninum utan fjölda fiska sem þar sveimaði um. Í seinni köfuninni var farið inn í skipið með vasaljós sem manni fannst draumkennd upplifun. Kári var farinn að finna fyrir hausverk eftir hverja köfun sem hvarf stuttu seinna. Síðasta köfun bátsferðarinnar var í miklu dýraríki. Þar sáum við m.a. hákarl u.þ.b. tíu metra undir okkur. Á leiðinni til hafnar var spjallað og legið í sólinni meðan ljósblá kóralrifin sigldu fram hjá eitt af öðru.

17.-18. júlí: Daginn eftir áttum við tvær kafanir eftir til að ná upp í PADI Advanced Open Water. Þær voru báðar í léttari kanntinum, "Fish Identification" og "Photography" (nú fyrst eru kafanirnar orðnar virkilega skemmtilegar). Mikið vorum við fegin að vera með neðansjávarmyndavél þegar (eftir ca 10 mín. köfun) við komum auga á stóra sæskjaldböku sem eru sjaldgæfar á þessum stað. Við látum myndirnar tala sínu máli (sjá myndir á feisbúkkinu).

Restin af dvölinni í Dahab einkenndist af afslöppun. Við ýmist lágum í sólinni, syntum, snorkluðum eða lásum og á kvöldin spiluðum við strandblak með fólkinuimg_0804.jpg í Club Red (köfunarklúbbnum okkar). Við áttum þetta þokkalega skilið, erþimg_0765.jpgaggi?!

 

 

 

 

 

 

 

Í dag 19. júlí erum við komin til Berlínar eftir langa rútuferð til Kaíró og næturflug til Þýskalands. Við dveljum hjá Jan og Andi, þýskum félögum mínum (Kára) sem ég kynnstist fyrst í Suður Afríku 2003. Nú verð ég að fara að sofa til að safna kröftum í fágaða bjórsmökkun í kvöld.

Ef þú lest þetta Hjördís frænka, til hamingju með brúðkaupsdaginn!   


Bless Dahab

Erum a leid fra Dahab i dag sem "PADI Advanecd Open Water Divers". Erum buin ad kafa nidur ad flakinu SS Thistelgorm, buin ad sja hakarl og skjalboku og mjog satt vid tetta kofunarmarathon okkar. I kvold tokum vid rutu beint a flugvollinn i Kairo og verdum komin til Berlin a morgun. Tar munum vid vera hja kunningjum i 5 daga adur en vid komum loksins heim 25. juli.

Vid skellum inn annari faerslu a morgun eda hinn. Myndir koma bradum (vid tokum helling af myndum med nedansjavarmyndavel!)


Paradísin Dahab

Það er orðið nokkuð langt síðan síðasta færsla datt inn. Við erum búin að spóka okkur við og ofan í Rauðahafinu í yndislega rólegum bæ, Dahab (meira neðar).

5.-6. júlí: Eftir að við komum aftur til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands vorum við úrvinda. Við eyddum deginum á bazarnum og píndum okkur til að stilla vekjaraklukkuna (enn og aftur) til að komast snemma á Giza sléttuna. Ástæðan er sú að miðar inn í stærsta pýramídann (Cheops) eru af skornum skammti (ekki hugmynd af hverju) þ.a. fyrstir koma fyrstir fá. Við vorum fyrst. Ástralinn eldhressi, Andrew var með í för og pýramídinn mikli tók á móti okkur þremur í morgunsárið. Gangurinn inn í stórvirkið vorum mjög þröngur og lágur. Hann lá hátt upp á við og við þurftum að draga djúpt andann til að hemja innilokunarkenndina. Við komumst loks í grafhýsið (sem ekki er vitað hvort nokkurntíma hafi verið notað sem grafhýsi) þar sem við teygðum úr okkur. Þegar út var komið klifruðum við með heimamanni upp á minnsta pýramídann af þremur gegn sæmilegri þóknun undir borðið, þar sem það er bannað að klífa pýramídana. Þessi heimsókn nr. 2 til Giza reyndist mun skemmtilegri en sú fyrri þar sem leiðsögumaður takmarkaði frelsi okkar. Kvöldinu eyddum við með hópnum okkar sem kvaddist eftir 23ja daga samveru. Daginn eftir tókum við næturrútu til fyrirheitna landsins, Dahab.

7.-14. júlí, Dahab: Eftir 9 tíma akstur frá Kaíró komum við upp að Rauðahafinu á Sinai skaga þar sem við höfðum farið gegnum með hóðnum okkar viku áður. Dahab er einmitt sú tegund af bæ sem maður vill hangsa í og slappa af. Hérna er fólk á aldrinum 16-80 (lítil um börn), langmest ferðamenn. Dahab er þó ótrúlega rólegur og huggulegur bær sem lætur líta út fyrir að það séu tiltölulega fáir ferðamenn í bænum. Allir veitingastaðir og kaffihús hafa sessur, teppi og púða í stað hefðbundinna stóla og borða. Flestir spila rólega tónlist (Bob Marley virðist enn vera a[almaðurinn) með útsýni yfir Rauðahafið þar sem fjöll Saudi Arabíu sjást í fjarska. Veitingahúsin og hostelin bera öll mjög rastaleg nöfn þ.á.m. Crazy House, ChillOut Cafe, The Laughing Buddah og The Funny Mummy. Hérna kostar ágætur matur með drykk um 300 kall og nóttin á hóteli kostar minna en tjaldstæði á Íslandi (ca 700 kjall). En þrátt fyrir frábæra stemmingu og þjónustu á landi þá er bærinn aðeins umgjörð fyrir fjársjóðinn sem leynist neðansjávar. Það þurfti aðeins snorklgræjur til að sjá hversu fjölbreytt og litríkt lífríkið er meðfram kóralrifinu í Rauðahafinu. Eins og að synda í heimsins stærsta fiskabúri. Fyrsta daginn okkar í Dahab byrjuðum við í Open Water Diver námskeiði með góðum kafaraklúbbi. Okkur blöskraði í fyrstu vinnan bak við námskeiðið sem samanstóð af kennslumyndböndum, kennslubók, skyndiprófum og tveimur köfunum á dag. Kennarinn okkar er hinn mesti karakter. Jackie er rastaman frá Súdan. Hann er þaulreyndur kafari, biksvartur með dredda og brosir meðan hann syngur búta úr Bob Marley lögum til að fylla upp í þögnina. Eftir fjörgurra daga prógramm getum við stolt sagst vera PADI Open Water kafarar. En við vildum meira. Við tókum einn dag í frí til að slappa af og hugsa um eitthvað annað en köfun (enduðum á því að snorkla allan daginn) og byrjuðum í dag á framhaldsnámskeiði, PADI Advanced Open Water Diver Course. Með þetta leyfi megum við fara niður á 30 metra dýpi sem er nóg til að sjá allt það besta sem Rauðahafið hefur upp á að bjóða. Eftir tvo daga förum við síðan með hóp í bátsferð á helstu staðina þar sem við munum m.a. kafa niður að flaki herskipsins SS Thistelgorm sem sökkt var í síðari heimstyrjöldinni (1941). Myndbandið sýnir svipmyndir frá kóralnum í Ras Mohammed sem við munum heimsækja innan skamms (fann þetta á youtube. Lýsir vel því sem við upplifum dags daglega hér í Dahab).


Kaíró - Aswan - Luxor - Kaíró

Síðan síðasta færsla var sett inn höfum við ferðast um Egyptaland. Síðasta upplifunin áður en við fórum frá Kaíró var hörkurifrildi tveggja Egypskra bílstjóra sem höfðu lent í litlum árekstri. Eftir góð orðaskipti byrjuðu höggaskiptin fyrir alvöru. Egyptar útkljá mál sín yfirleitt á gamla mátann. Þetta endaði allt með því að annar bílstjórinn fór upp í bílinn sinn og keyrði á fullri ferð á hinn sem skall á húddið og þaðan í götuna (slapp þó ómeiddur). Við upplifum okkur þó mjög örugg sem ferðamenn. E.t.v. er það vegna þess að það eru virkilega harðar refsingar gagnvart glæpum gegn ferðamönnum. Fólkið hérna er þó mjög indælt og almennilegt.

1. júlí: Við tókum 14 tíma langa næturlest frá Kaíró niður með Níl til Aswan. Aswan er týpiskur Egypskur bær við Níl. Túrisminn er inni í miðbænum og heimamenn búa allt í kring. Áreytið er órtúlega mikið: "Hello my friend", "where are you from?", "Look at my shop. Nice price for you." "Camel ride?" Síðan bætast við alls kyns skítatrikk til að fá mann til að stoppa: "Hey mister you dropped something", "Can you help me write an English address?", "Hey, remember me? I work at your hotel!", "This way is closed, need a taxi?" Við spjölluðum við nokkra sölumennina um fjölskyldu þeirra og líferni (maður fær betra verð þannig) og drifum okkur svo í háttinn þar sem verkjaraklukkan var stillt á 4:00 næsta morgun.p7021142.jpg

2. júlí, Hofadagurinn mikli: Abu Simbel er risavaxið hof sem var byggt af faró með hið mesta mikilmennskubrjálæði, Ramses II. Abu Simbel hofið fór undir vatn þegar Egyptar gerðu sína Kárahnjúkavirkjun en með risabjörgunarverkefni UNESCO var hofið, og allur kletturinn sem það var hoggið í, bútað niður og fært upp á bakkann. Myndirnar af Abu Simbel tala sínu máli. Allir morgnar þessa hluta ferðarinnar voru erfiðir þar sem við vöknuðum ofursnemma til að forðast hitann yfir miðjan daginn. Hitinn hefur mest farið upp í 44 stig og okkur er sagt að við séum heppin miðað við árstíma. Úff! Þegar komið var tilbaka til Aswan fórum við í bátsferð á Nílarfljóti. Við sigldum á felucca (skútu) um friðsælt fljótið með þéttan gróður til beggja handa. Eftir góðan sundsprett í litlum flúðum í Níl skoðuðum við lítið sveitaþorp þar sem við snæddum kvöldverð hjá heimamönnum. Besti kvöldmatur ferðarinnar! Við sofnuðum á huggulegu þilfari skútunnar sem var alsett dýnum og púðum (og buðum moskítóflugunum í veislu).

3. júlí: Eftir siglingu í land morguninn eftir tók við 3ja tíma (heit) rútuferð í lítilli rútu upp með Nílarfljóti þar sem stoppað var til að skoða nokkur mikilfengleg hof. Á þessu stigi hefur maður þróað upp ónæmi gegn stórkostlegum hofum þöktum veggmyndum og híraglýfri. Það er svosem ekkert skrýtið að við skulum vita svona mikið um Egypska fornmenningu sem ritaði jafngildi þykkra binda í stein. Við komum til Luxor um eftirmiðdaginn og skoðuðum síðasta, og stærsta hof dagsins, Karnak. Áreytið í Luxor var á pari við það í Aswan, rúmlega töluvert. En þegar hér var komið við sögu var maður farinn að læra að spila á heimamenn tilbaka. T.d. virkaði vel að reyna að selja þeim eitthvað á móti t.d. derhúfu. Þá nenntu þeir ekki að taka þátt í gríninu og létu mann í friði. Eða að bjóðast til að kaupa fötin sem þeir voru í. Eða bara babbla eitthvað á íslensku. p7021167.jpg

 4. júlí: Vekjaraklukkan hringdi klukkan 5:30 (þetta er farið að vera þreytandi) til að skutlast upp á asnabak til að ríða inn í "Valley of the Kings". Dalurinn er sá staður sem faróarnir byggðu sér neðanjarðargrafhýsi skreyttum myndum og híraglýfri. Hérna fannst m.a. frægasta gröf heimsins árið 1922, hin ósnerta gröf Tuthankamons. Við fórum inn í samtals 5 grafhýsi sem allar reyndust langar og djúpar skreyttar með litskrúðugum veggmyndum. Múmía Tuthankamons var áhugaverð þar sem teppi hafði verið lagt yfir búkinn þ.a. aðeins sást í höfuð og fætur. Þegar ég lýsti með vasaljósi undir teppið við hálsinn fannst mér sem höfuðið væri ekki fast á búknum. Leiðsögumaðurinn sagði að líklegt væri að múmían hafi skemmst í einhverjum flutningum og reynt væri að hylja yfir staðreyndinni um hauslausann faróinn. Þótt Valley of the Kings sé þess virði að heimsækja þá verð ég að lýsa vonbrigðum með staðinn. Túrisminn hefur gjörsamlega eyðilagt staðinn og stolið öllu sem gerir hann ekta. Lestar dregnar af golfbílum ferjuðu ferðamennina í hollum upp að vel völdum gröfum þar sem þeir voru leiddir í gegn eins og asnar. Það mátti ekki klífa fjallshlíðina (þrátt fyrir að stígar voru til staðar) því þá fóru kallarnir með vélbyssurnar að öskra. Við riðum á ösnunum tilbaka til Luxor hugsandi að hingað þyrftum við aldrei að koma aftur.  

Restinni af deginum eyddum við gangadi um bæinn Luxor. Við gegnum langt út fyrir ferðamannasvæðið þar sem gamlingjar spiluðu backammon og reyktu vatnspípur og kjúklingar voru seldir lifandi í búrum. Við urðum vitni af hörkugötubardaga þar sem tveir ósöp hversdagslegir menn lentu saman og enduðu í blóðugum átökum með kylfu annars vegar og slátrarahníf hins vegar. Við héldum okkur í hæfilegri fjarlægð og okkur hætti að lítast á blikuna þegar menn tóku að loka búðum sínum og lemja eiginkonurnar inn. Við gáfum ungum strák smá þjórfé fyrir að leiða okkur tilbaka í átt að hótelinu. Um kvöldið hentumst við á lestarstöðina til að ná næturlest aftur til Kaíró. Maraþoninu um veldi faróanna var að ljúka og við vorum fegin. Ég sofnaði með draumkennda mynd af Dahab, hvíldarstaðnum okkar til næstu daga við Rauðahafið.


Egyptaland

Erum núna búin að vera í fjóra daga í Egyptalandi og allt gengur vel. Eftir stórmerkilega ferð með ferju frá Jórdaníu komum við til Dahab á Sinai-skaga sjö tímum á eftir áætlun. Opinberir strarfsmenn hér gefa sér tíma í hlutina og sýna ekki metnað nema fyrir smá "extra". Í höfninni horfðum við upp á tugi heimamanna vera vísað frá ferjunni þar sem hún hafði verið yfirbókuð.

27.-28. júní: Daginn eftir skoðuðum við hippalegan Dahab-bæinn þar sem Bob Marley hljómar yfir rólegum síðhærðum gestum sem liggja í púðum við ströndina. Hostel og kaffihús bera nöfn eins og "Crazy House", "Laughing Buddah" og "Funny Mummy". Við eyddum deginum að snorkla í kóralrifunum og létum okkur hlakka til að koma hingað eftir 10 daga. Ætlunin er að koma aftur til Dahab að túrnum loknum og læra köfun. Síðan héldum við með hópnum til St. Catharine klaustursins við rætur Sinai-fjalls. Við fórum strax í háttinn því morgunverður var kl 1:30 og gengið var upp á toppinn í kolniðarmyrkri til að sjá sólina koma upp. Gangan var stórmerkileg. Vanir menn gengu í þrjá tíma alla leið upp en fitubollur leigðu sér kameldýr. Náttblindri Þórhildi leið ekki vel á uppleið þar sem kameldýr á rás birtust handahófskennt á göngustígum og kærðu sig ekkert um vegfarendur. Annars lýstu stjörnurnar (og stórfengleg vetrarbrautarslæðan) upp veginn og við komumst upp fyrir sólarupprás. Á þessu fjalli er Móses sagður hafa fengið boðorðin tíu frá guði. Þegar allir voru komnir niður, þreyttir og svefnlausir, mútaði leiðsögumaðurinn okkur inn í klaustur St. Katrínar. Þar er geymdur runninn sem Móses sá í logum og guð gaf honum fyrirmæli. Móses hafði þá verið einsamall hirðingi í eyðimörkinni um allnokkurt skeið. Einmitt.

Rúta alla leið til Kaíró undir Súez skurðinn. Þórhildur svaf alla leiðina. Þegar við loksins komum á hótelið  náðum við að horfa á Spán-Þýskaland.

29.-30. júní, Pýramídarnir í Giza: Tjahh. Svíkja engan. Þrátt fyrir mikinn hita og þónokkurt áreiti sölumanna voru pýramídarnir og Sfinxinn ótrúlega heillandi. Við ákváðum að fara inn í pýramída Cephrens inn um neðanjarðarinnganginn (fjórir inngangar hafa fundist en enginn leiðir að gröf farósins). Inngangurinn leiddi niður í herbergi með tómri líkkistu. Gangurinn var mjög lítill og þröngur og loftið var eins og illa lyktandi gufubað. Það er ekki furða að margir fái innilokunarkast í ganginum. Eftir pýramídanna fórum við í fornminjasafnið (týpískur túristadagur í Kaíró) og skoðuðum m.a. dýrgripi úr grafhýsi Tutanhkamons. Safnið er hrikalega skipulagt, illa upplýst og rakt en þessar mestu gersemar fornaldar (og magn þeirra) gerðu ferðina vel þess virði. Um kvöldið fórum við beint á lestarstöðina þar sem við tókum næturlest niður með Nílarfljóti til Aswan. Á lestarpallinum var kynntur til sögunnar hinn margfrægi MR-"bolti" þar sem heimamenn fylgdust grant með gangi mála. Frá Aswan ætlum við að skoða fleiri hof og fornminjar í urrandi hita áður en við setjumst að í köfunarparadísinni Dahab.

Biðjum að heilsa öllum heima. Myndir frá Egyptalandi koma innan skamms. Jórdaníumyndir eru komnar á facebookið.


Jórdanía

Erum nú stödd í Jórdaníu og munum komast til Egyptalands með ferju í kvöld.

23.-24. júní: Jórdanía er búin að vera æðisleg (mun betri en Sýrland). Fleiri ferðamenn bættust í hópinn í Amman, höfuðborg Jórdaníu og við fengum nýjan leiðsögumann, Nick, sem er virkilega góður. Jórdanía er mun "vestrænni" en Sýrland. Fátækt hér er mun minni og stjórnarfar hérna virðist vera frjálslyndara. Eftir Amman var farið niður að Dauðahafinu sem reyndist súrrealísk upplifun. Maður gekk út í hlýtt hafið og þegar vatnið náði upp fyrir mitti byrjaði maður að fljóta. Dauðahafið er svo salt að eðlismassi þess er meiri en vatns sem gerir það að verkum að "vatn" og þ.a.l. menn fljóta í hafinu. Myndir af fólki sem liggur fljótandi og les dagblað í hafinu eru engar ýkjur. Við eyddum fyrri part dags við störndina og í hafinu. Þórhildur skellti sér í tyrkneskt bað um kvöldið í bæ sem liggur við hliðina á Petra, perlu Jórdaníu.P6250900

25. júní, Petra: Einn besti dagur til þessa. Petra er forn borg sem er falin í fjallgarði í eyðimörkinni. Húsin, hofin og byggingarnar eru allar grafnar og úthoggnar inn í klettaveggina. Þrátt fyrir mikinn hita (líklega nálægt 40) vorum við ótrúlega aktív og náðum að skoða það helsta. Við gengum einnig upp á tvo fjallstoppa (andi í manni) til að fá útsýn yfir þessa "týndu" borg. Fólkið sem bjó hér áður fyrr hefur nú einkarétt á að selja minjagripi og asna- og kameldýraferðir á svæðinu. Ég ætla ekki að eyða fleiri línum í að lýsa Petra heldur vísa ég í myndirnar sem segja alla söguna.

Seinni part dags héldum við út í eyðimörkina Wadi Rum og gistum í hefðbundnum Beduin tjaldbúðum undir kletti í eyðimörkinni. Næturhimininn var stórkostlegur, einn af þeim albestu sem ég hef séð. Vetrarbrautarslæðan var ótrúlega greinileg og gaman var að sjá stjörnumerki sem sjást ekki heima á Íslandi. Kári jós úr sínum viskubrunni og tók hópinn í ferðalag um stjörnuhimininn.

26. júní, Wadi Rum: Við byrjuðum daginn á að fara í gönguferð á Kameldýrum. Þórhildur lenti í návígi við heldur styggt Kameldýr en annars gekk allt að óskum. Ótrúlega tignarlega dýr. Við vorum einnig svo heppin að verða vitni af Kameldýrakappreiðum sem áttu sér stað í nágrenninu. Þjálfarar frá Írak, Sýrlandi og víðar voru komnir til að keppa, allir auðvitað klæddir á hefðbundinn hátt þ.e. í síðum kufli með rauðan "olíufursta"klút á höfðinu. Við fórum einnig í stutt jeppasafarí í eyðimörkinni áður en við hédum niður til Aqaba, eina borg Jórdaníu sem liggur að Rauðahafinu, með Ísreal og Saudi-Arabíu sitt hvoru megin við. Við ákváðum að fara að snorkla í kóralrifum undan ströndum Aqaba og þvílík upplifun! Ótrúlegur fjölbreytileiki fiska, svampa, skelja, ála o.s.frv. Þetta er góður forsmekkur á tP6260977veggja vikna köfun sem við ætlum okkur í Rauðahafinu í Júlí.

Höfum fengið nóg af olíulegnu hummusi og falaffeli. Þess vegna erum við búin að lifa á McDonalds sem við fundum óvænt hérna í Aqaba. Sama hvað við fordæmum Makkann, þá er hinn hefðbundni matur hérna búinn að setja sig á bannlista í magann á svöngum vestrænum ferðalöngum. Einn mánuður af sama jukkinu er nóg.

Næsta færsla verður sett inn í Egyptalandi þar sem við munum vera til 19. júlí.

 


Nidurgangur, gubb og drulla

...omissandi hluti af longu ferdalagi i framandi londum.

Komin til Jordaniu og drullumst i att ad Daudahafinu i dag. Myndin er af hauskupu i grafhysi i Palmyru.

P6190624


Sýrland: Palmyra

Ég endurtek, ritskoðun internetsins hér í landi bannar facebook og upphlöðun á myndum. Þess vegna koma engar myndir fyrr en við komum til hinnar frjálslyndari Jórdaníu eftir tvo til þrjá daga.

Dagar 16 - 17: Palmyra var án efa flottasti staður Sýrlands til þessa. Lengst inni í landinu með eyðimerkurvíðáttur til allra átta. Hérna leynist vatnsuppspretta undir sandinum og lítill pálmatrjáaskógur. Svona akkúrat eins og maður hugsar sér oasis. Palmyra er forn borg sem blómstraði fyrir tíma rómarveldis og nokkuð eftir hnignun þess. Þessar rústir slá Efesus (sem við sáum í Tyrklandi) alveg út af borðinu. Þótt lítill túristabær hafi byggst hér spölkorn frá rústunum virðast þær að miklu leyti ósnortnar og spanna ótrúlega víðáttumikið svæði. Grafhýsi, súlur, bogar, hringleikahús, allt sem Indiana Jones myndi fíla (nema ekki mikið af neðanjarðargildrum).

Við byrjuðum daginn á stuttum túr um rústirnar og fórum síðan í smá sund til að kæla okkur niður. Það er virkilega heitt hérna og betra að halda sig inni yfir hádaginn. Síðan gengum við ein um eyðimörkina og skoðuðum fornar grafir, bæði ofan og neðanjarðar. Sumar voru lokaðar en hægt var að þrönva sér inn með smá klifri eða að skríða gegnum holur. Við fundum meira að segja mannabein á einum stað! Það er þetta sem ég er að tala um þegar ég segi ósnortið. Vissulega hafa fornleifafræðingar kembt svæðið og skrásett allt markvert en andinn yfir rústunum er eins og verk þeirra sé ekki fullklárað. Það eru einungis 10 ár síðan síðasta grafhvelfingin fannst og það eru ábyggilega miklu fleiri. Úthoggnar steinkistur sem maður myndi aðeins búast við að finna á safni liggja á víðavangi hálfgrafnar ofan í sandinn. Eftir grafaskoðunina gegnum við aftur gegnum rústir aðalborgarinnar. Rústirnar eru mjög heillegar og vil ég hér með færa Akrapólis niður um eitt sæti á listanum "Tilkomumestu fornminjarnar".  Tveir strákar á kameldýrum buðu okkur far heim (gegn greiðslu auðvitað ;-) ) og við riðum kameldýrum alla leið heim á hótel gegnum rústirnar og pálmatrjáaþykknið. Mér líður alltaf meira og meira eins og Tinna og vísa ég hér með enn og aftur í Krabbann með gylltu klærnar. Við horfðum á Portúgal - Þýskaland með hópnum okkar og einum Íslending sem við komum auga á. Já, Íslending! Hann er ljóshærður, á alveg eins bol og ég og heitir Kári. Ekki grín. (og ég er ekki að tala um spegilmyndina mína). Hann er að koma frá Egyptalandi og er á leið til Íran.

Biðjum að heilsa öllum heima. Fimm stiga hiti er svosem alltílagi :) Flottar myndir koma eftir nokkra daga. Nú erum við að fara að skoða höfuðborgina, Damaskus.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband