Fyrsta flokks köfun

15.-16. júlí: Hippanýlendan Dahab, sem er í óða önn að breytast í dæmigerðan sólstrandarbæ fyrir túrista hefur haldið okkur föngum í meira en tíu daga. Við vorum rétt að verða komin með advanced köfunarleyfi þegar við ákváðum að grípa tækifærið og fara bátsferð á lítilli snekkju til tveggja af köfunarperlum Rauðahafsins. Við vorum látin skrifa undir samning um áhættuþætti köfunarinnar. Þegar við keyrðum með rútu til hafnarinnar í Sharm-El-Sheik áttuðum við okkur á að það vantaði eitt ákvæði í þennan samning:

"I, _____________, understand that I will be going to Sharm-El-Sheik at 180 km/hr in a bus that does not have seatbelts." 

Gott að við komumst lifanditil hafnarinnar! Morguninn eftir vöknuðum við úti á hafi og fórum yfirimg_0851.jpg áætlun köfunarinnar með hópnum okkar sem samanstóð af fólki af ýmsum þjóðernum. Fyrsta köfunin niður að flaki breska herskipsins SS Thistelgorm var ótrúleg upplifun. Skipið liggur á botninum á 30 metra dýpi í tveimur hlutum (líkt og Titinic). Skriðdrekar, trukkar, og fjöldi mótorhjóla lá eins og hráviður kringum flakið sem sat einmannalegt á botninum utan fjölda fiska sem þar sveimaði um. Í seinni köfuninni var farið inn í skipið með vasaljós sem manni fannst draumkennd upplifun. Kári var farinn að finna fyrir hausverk eftir hverja köfun sem hvarf stuttu seinna. Síðasta köfun bátsferðarinnar var í miklu dýraríki. Þar sáum við m.a. hákarl u.þ.b. tíu metra undir okkur. Á leiðinni til hafnar var spjallað og legið í sólinni meðan ljósblá kóralrifin sigldu fram hjá eitt af öðru.

17.-18. júlí: Daginn eftir áttum við tvær kafanir eftir til að ná upp í PADI Advanced Open Water. Þær voru báðar í léttari kanntinum, "Fish Identification" og "Photography" (nú fyrst eru kafanirnar orðnar virkilega skemmtilegar). Mikið vorum við fegin að vera með neðansjávarmyndavél þegar (eftir ca 10 mín. köfun) við komum auga á stóra sæskjaldböku sem eru sjaldgæfar á þessum stað. Við látum myndirnar tala sínu máli (sjá myndir á feisbúkkinu).

Restin af dvölinni í Dahab einkenndist af afslöppun. Við ýmist lágum í sólinni, syntum, snorkluðum eða lásum og á kvöldin spiluðum við strandblak með fólkinuimg_0804.jpg í Club Red (köfunarklúbbnum okkar). Við áttum þetta þokkalega skilið, erþimg_0765.jpgaggi?!

 

 

 

 

 

 

 

Í dag 19. júlí erum við komin til Berlínar eftir langa rútuferð til Kaíró og næturflug til Þýskalands. Við dveljum hjá Jan og Andi, þýskum félögum mínum (Kára) sem ég kynnstist fyrst í Suður Afríku 2003. Nú verð ég að fara að sofa til að safna kröftum í fágaða bjórsmökkun í kvöld.

Ef þú lest þetta Hjördís frænka, til hamingju með brúðkaupsdaginn!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta awesome!!! Hlakka til að heyra ferðasöguna Tóta mín. Hafið það gott í Berlín.

S

Sunna (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:06

2 identicon

Vá hvað þetta hefur verð sjúkt skemmtilegt! Ég er ekkert lítið öfundsjúk.. Hafið það gott in Deutschland!

Alda (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband