Jórdanía

Erum nú stödd í Jórdaníu og munum komast til Egyptalands með ferju í kvöld.

23.-24. júní: Jórdanía er búin að vera æðisleg (mun betri en Sýrland). Fleiri ferðamenn bættust í hópinn í Amman, höfuðborg Jórdaníu og við fengum nýjan leiðsögumann, Nick, sem er virkilega góður. Jórdanía er mun "vestrænni" en Sýrland. Fátækt hér er mun minni og stjórnarfar hérna virðist vera frjálslyndara. Eftir Amman var farið niður að Dauðahafinu sem reyndist súrrealísk upplifun. Maður gekk út í hlýtt hafið og þegar vatnið náði upp fyrir mitti byrjaði maður að fljóta. Dauðahafið er svo salt að eðlismassi þess er meiri en vatns sem gerir það að verkum að "vatn" og þ.a.l. menn fljóta í hafinu. Myndir af fólki sem liggur fljótandi og les dagblað í hafinu eru engar ýkjur. Við eyddum fyrri part dags við störndina og í hafinu. Þórhildur skellti sér í tyrkneskt bað um kvöldið í bæ sem liggur við hliðina á Petra, perlu Jórdaníu.P6250900

25. júní, Petra: Einn besti dagur til þessa. Petra er forn borg sem er falin í fjallgarði í eyðimörkinni. Húsin, hofin og byggingarnar eru allar grafnar og úthoggnar inn í klettaveggina. Þrátt fyrir mikinn hita (líklega nálægt 40) vorum við ótrúlega aktív og náðum að skoða það helsta. Við gengum einnig upp á tvo fjallstoppa (andi í manni) til að fá útsýn yfir þessa "týndu" borg. Fólkið sem bjó hér áður fyrr hefur nú einkarétt á að selja minjagripi og asna- og kameldýraferðir á svæðinu. Ég ætla ekki að eyða fleiri línum í að lýsa Petra heldur vísa ég í myndirnar sem segja alla söguna.

Seinni part dags héldum við út í eyðimörkina Wadi Rum og gistum í hefðbundnum Beduin tjaldbúðum undir kletti í eyðimörkinni. Næturhimininn var stórkostlegur, einn af þeim albestu sem ég hef séð. Vetrarbrautarslæðan var ótrúlega greinileg og gaman var að sjá stjörnumerki sem sjást ekki heima á Íslandi. Kári jós úr sínum viskubrunni og tók hópinn í ferðalag um stjörnuhimininn.

26. júní, Wadi Rum: Við byrjuðum daginn á að fara í gönguferð á Kameldýrum. Þórhildur lenti í návígi við heldur styggt Kameldýr en annars gekk allt að óskum. Ótrúlega tignarlega dýr. Við vorum einnig svo heppin að verða vitni af Kameldýrakappreiðum sem áttu sér stað í nágrenninu. Þjálfarar frá Írak, Sýrlandi og víðar voru komnir til að keppa, allir auðvitað klæddir á hefðbundinn hátt þ.e. í síðum kufli með rauðan "olíufursta"klút á höfðinu. Við fórum einnig í stutt jeppasafarí í eyðimörkinni áður en við hédum niður til Aqaba, eina borg Jórdaníu sem liggur að Rauðahafinu, með Ísreal og Saudi-Arabíu sitt hvoru megin við. Við ákváðum að fara að snorkla í kóralrifum undan ströndum Aqaba og þvílík upplifun! Ótrúlegur fjölbreytileiki fiska, svampa, skelja, ála o.s.frv. Þetta er góður forsmekkur á tP6260977veggja vikna köfun sem við ætlum okkur í Rauðahafinu í Júlí.

Höfum fengið nóg af olíulegnu hummusi og falaffeli. Þess vegna erum við búin að lifa á McDonalds sem við fundum óvænt hérna í Aqaba. Sama hvað við fordæmum Makkann, þá er hinn hefðbundni matur hérna búinn að setja sig á bannlista í magann á svöngum vestrænum ferðalöngum. Einn mánuður af sama jukkinu er nóg.

Næsta færsla verður sett inn í Egyptalandi þar sem við munum vera til 19. júlí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir, farið nú með gát þegar þið farið að kafa fyrir alvöru, örugglega mjög magnað

bæ í bili

 Sirrý og Grænlandsfararnir

Sigríður Gunnarsdóttir/Helgi Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband